Innrás froskanna

著者: RÚV Hlaðvörp
  • サマリー

  • Undanfarin ár hefur ný tegund látið á sér kræla í Garðabæ: froskdýr. Í Innrás froskanna (og fleiri kvikinda) rekur Arnhildur Hálfdánardóttir slóð froskdýranna út og suður í tíma og rúmi, en þó aðallega götu fyrir götu í hinu gamalgróna Ásahverfi. Undir niðri krauma stærri spurningar um heim sem er að breytast á áður óþekktum hraða og áhrif þess á lífríkið allt í kringum okkur.


    Umsjón og dagskrárgerð: Arnhildur Hálfdánardóttir.

    Sögumaður: Benedikt Sigurðsson

    Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    RÚV Hlaðvörp
    続きを読む 一部表示

あらすじ・解説

Undanfarin ár hefur ný tegund látið á sér kræla í Garðabæ: froskdýr. Í Innrás froskanna (og fleiri kvikinda) rekur Arnhildur Hálfdánardóttir slóð froskdýranna út og suður í tíma og rúmi, en þó aðallega götu fyrir götu í hinu gamalgróna Ásahverfi. Undir niðri krauma stærri spurningar um heim sem er að breytast á áður óþekktum hraða og áhrif þess á lífríkið allt í kringum okkur.


Umsjón og dagskrárgerð: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Sögumaður: Benedikt Sigurðsson

Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

RÚV Hlaðvörp
エピソード
  • 30 kanínuholur og norrænir vinir
    2024/09/21

    Í sjötta þætti af Innrás froskanna og fleiri kvikinda er rætt við fulltrúa stofnana og nefnda sem tengjast framandi og ágengum tegundum.


    Hefur hið opinbera gerst sekt um sofandahátt í stóra froskamálinu eða er út í hött að ætla að stjórnvöld hafi einhverja aðkomu að því yfirleitt?


    Arnhildur reynir að stoppa í götin í froskarannsókninni og finnur samhljóm milli Íslands og Færeyja.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    43 分
  • Ógnarhraði snigilsins
    2024/09/14

    Forvitnilegir eggjaklasar þekja Breiðafjörðinn. Hvalfjörðurinn er að breytast í einhvers konar umferðarmiðstöð. Allt virðist með kyrrum kjörum á yfirborðinu en það er ekkert að marka - spurðu bara burstaorminn og bogkrabbann. Tegundirnar eru framandi, sumar ágengar og eru farnar að slá ýmis heimsmet.


    Það er kominn tími til að fara í alvöru felt, finna vísindamenn í fjöru og taka stöðuna á rannsóknum á þessari hægfara hamfaraskriðu lífmassa sem er að hrista upp í lífríki Íslands.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    41 分
  • Ástarbréf til Bufo Bufo
    2024/09/07
    Arnhildur fær loksins að halda á körtu. Nágrannar grípa til aðgerða þegar froskafár dregur æstan múg inn í garð Karenar. Tilgátan um uppruna froskdýranna þróast í ýmsar áttir og eftir stendur spurningin: Hvernig í ósköpunum fær maður frosk til að opna munninn?

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    40 分

Innrás froskannaに寄せられたリスナーの声

カスタマーレビュー:以下のタブを選択することで、他のサイトのレビューをご覧になれます。